Erlent

Þorparinn í 2 Guns opinberaður

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Edward James Olmos
Edward James Olmos mynd/AFP
Sjónvarpsleikarinn Edward James Olmos hefur gengið til liðs við Baltasar Kormák og kemur til með að leika þorparann í næstu kvikmynd hans, 2 Guns.

Margir muna eftir Olmos úr sjónvarpsþáttunum Miami Vice frá níunda áratugnum. Frægðarsól hans dvínaði þó verulega eftir að framleiðslu þáttanna var hætt.

Það var síðan túlkun hans á hinum göfuglynda William Adama, flotaforingja, í sjónvarpsþáttunum Battlestar Galactica sem skaut Olmos aftur á stjörnuhimininn.

Olmos í hlutverki William Adama.mynd/wikipedia
Talið er að Olmos muni fara með hlutverk Papi Greco í kvikmyndinni 2 Guns. Greco er miskunnarlaus eiturlyfjabarónn sem eltist við tvo útsendara sem rændu milljónum dollara frá bandarísku leyniþjónustunni.

Stórleikararnir Mark Wahlberg og Denzel Washington munu fara með hlutverk útsendaranna.

Ekki er vitað hvenær 2 Guns verður frumsýnd en tökur munu hefjast á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×