Erlent

Bjóða fólki að ganga í skóm flóttamanna

Úr tölvuleiknum My Life as a Refugee.
Úr tölvuleiknum My Life as a Refugee. mynd/UNHCR
Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna hefur opinberað nýstárlegan tölvuleik þar sem spilarar bregða sér í hlutverk flóttamanna.

Tölvuleikur er kallaður My Life as a Refugee en með honum vonast stofnunin til að vekja athygli á bágri stöðu flóttamanna.

Tölvuleikurinn byggir á raunverulegum sögum flóttamanna. Á vefsíðu UNHCR segir að leikurinn „varpi ljósi á þær erfiðu ákvarðanir sem milljónir flóttamanna þurfi að taka á degi hverjum."

mynd/UNHCR
Verkefni spilara er að hafa upp á fjölskyldu sinni sem og að takast á við vandamál og áskoranir sem flóttamenn standa frammi fyrir.

Hægt er að lesa nánar um My Life as a Refugee á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Þá er hægt að nálgast tölvuleikinn á heimasíðu UNHCR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×