Sebastian Vettel á ráspól í Valencia Birgir Þór Harðarson skrifar 23. júní 2012 17:01 Vettel mun ræsa fremstur í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Sebastian Vettel ók hraðasta allra um brautina í Valencia á Spáni í tímatökunum fyrir kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton á McLaren og Pastor Maldonado á Williams urðu þar á eftir. Hringtími Vettel var heilum þremur tíundu úr sekúntu hraðari en Hamiltons. Það verður að teljast nokkuð mikið í ljósi þess hve jöfn öll liðin hafa verið fram að þessu. Romain Grosjean og Kimi Raikkönen á Lotus munu ræsa í fjórða og fimmta sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg var gríðarlega svekktur með að ná ekki að setja hraðari tíma. Hann kennir Lewis Hamilton um en sá þvældist fyrir Rosberg í síðasta tímatökuhringnum. Jenson Button náði ekki þeim árangri sem við var búist og ræsir aðeins níundi á ráslínunni. Á undan honum urðu Kamui Kobayashi á Sauber og Nico Hulkenberg á Force India. Annar Force India maður ræsir fyrir aftan Button, Paul di Resta. Ferrari-bílarnir komust ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Alonso segir þó að liðið hafi ekki átt í neinum sérstökum vandræðum í tímatökunni. Hann ræsir ellefti og Felipe Massa þrettándi, rétt á eftir Michael Schumacher. Alonso kennir lélegri stöðu um hversu jöfn keppnin er í ár. "Hvað frammistöðu varðar þá var þetta ein besta tímataka ársins hjá okkur. Hvað stöðuna varðar þá er þetta einhver sú versta." Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel ók hraðasta allra um brautina í Valencia á Spáni í tímatökunum fyrir kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton á McLaren og Pastor Maldonado á Williams urðu þar á eftir. Hringtími Vettel var heilum þremur tíundu úr sekúntu hraðari en Hamiltons. Það verður að teljast nokkuð mikið í ljósi þess hve jöfn öll liðin hafa verið fram að þessu. Romain Grosjean og Kimi Raikkönen á Lotus munu ræsa í fjórða og fimmta sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg var gríðarlega svekktur með að ná ekki að setja hraðari tíma. Hann kennir Lewis Hamilton um en sá þvældist fyrir Rosberg í síðasta tímatökuhringnum. Jenson Button náði ekki þeim árangri sem við var búist og ræsir aðeins níundi á ráslínunni. Á undan honum urðu Kamui Kobayashi á Sauber og Nico Hulkenberg á Force India. Annar Force India maður ræsir fyrir aftan Button, Paul di Resta. Ferrari-bílarnir komust ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Alonso segir þó að liðið hafi ekki átt í neinum sérstökum vandræðum í tímatökunni. Hann ræsir ellefti og Felipe Massa þrettándi, rétt á eftir Michael Schumacher. Alonso kennir lélegri stöðu um hversu jöfn keppnin er í ár. "Hvað frammistöðu varðar þá var þetta ein besta tímataka ársins hjá okkur. Hvað stöðuna varðar þá er þetta einhver sú versta."
Formúla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira