Erlent

Næsti forseti Egyptalands opinberaður í dag

Frá mótmælum í Kaíró.
Frá mótmælum í Kaíró. mynd/AP
Egyptar bíða nú niðurstöðu forsetakosninga sem birta á í dag. Vika er frá kosningunum og hefur mikil spenna verið í landinu síðustu daga.

Talið er að úrslitin verði kunngjörð klukkan 13 að íslenskum tíma.

Tveir frambjóðendur hafa lýst yfir sigri, þeir Mohammed Mursi í Bræðralagi múslima og fyrrum forsætisráðherrann Ahmed Shafiq.

Kjörstjórn Egyptalands hefur nú farið yfir þær athugasemdir sem Mursi og Shafiq settu fram í kjölfar kosninganna.

Í síðustu viku var ákveðið að fresta birtingu úrslitanna og en mikil mótmæli hafa staðið yfir á Frelsistorginu síðan þá.

Mótmælendurnir eru flestir stuðningsmenn Bræðralags múslima en þeir krefjast þess að herráð landsins færi völd sín í hendur Morsis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×