Erlent

Grafhvelfing Elvis Presley fer ekki á uppboð

Elvis Presley
Elvis Presley mynd/wikipedia
Bandaríska uppboðshúsið Julien's Auction hefur hætt við fyrirhugað uppboð á grafhvelfingu Elvis Presley eftir að rúmlega tíu þúsund undirskriftir frá æfum aðdáendum rokk konungsins bárust.

Grafhýsið er staðsett í kirkjugarðinum í Forest Hill í Memphis. Presley hvíldi þar aðeins í tvo mánuði en móðir hans var grafin þar. Hvelfingin hefur því staðið tóm síðan árið 1977.

Julien's Auction hefur nú ákveðið að taka hvelfinguna af sölulista sínum. Uppboðið mun þó fara fram og verður fjöldi muna sem eitt sinn voru í eigu Presleys ganga út.

Þar á meðal er sími sem rokkarinn notaði mikið og röntgenmynd af meiðslum sem hann fékk þegar hann reyndi fyrir sér í karate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×