Erlent

Magaminnkun dregur úr einkennum sykursýki hjá offitusjúklingum

Því fyrr sem offitusjúklingar fara í magaminnkum því betra
Því fyrr sem offitusjúklingar fara í magaminnkum því betra
Ný rannsókn sem gerð var í Mayo Clinic í Scottsdale sýnir að magaminnkunaraðgerð dragur úr einkennum sykursýki 2. Skoðaðar voru læknaskýrslur 72 sjúklinga sem fóru í slíka aðgerð á árunum 2000-2007.

Rannsóknin sýnir að magaminnkun dregur úr einkennum sykursýki hjá einum af hverjum fimm sjúklingum innan 3-5 ára.

92% sjúklinga upplifðu viðsnúning á sykursýkinni innan 5 ára.

Hjá 14% sjúklinga kom sykursýkin aftur á einhverjum tímapunkti innan 5 ára eftir aðgerð.

Sjúklingar sem höfðu sykursýki lengur en 5 ár fyrir aðgerð voru 3,8 sinnum líklegri að fá hana aftur en þeir sem höfðu hana skemur.

Niðurstöður benda til þess að því fyrr sem offitusjúklingar fara í magaminnkun því betra, segir Dr. Yessica Ramis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×