Erlent

Barn deyr í gassprengingu í Bretlandi

Mikið tjón var á íbúðarhúsum eftir sprengjuna í morgun.
Mikið tjón var á íbúðarhúsum eftir sprengjuna í morgun.
Barn lét lífið og maður hlaut alvarlega brunaáverka eftir gassprengju í Oldham, Bretlandi fyrir hádegi í dag.

Talið er að enn sé manneskja föst í rústunum og annarar manneskju er enn saknað. Björgunaraðgerðir fara nú fram á svæðinu þar sem þrjú hús urðu fyrir miklu tjóni sökum sprengjunnar.

Samkvæmt íbúum svæðisins heitir maðurinn sem brann Anthony Williams og býr í einu húsanna.

Fjöldi íbúðarhúsa í grenndinni hafa verið rýmd auk leikskóla sem stendur rétt hjá.

Ekki er vitað hvað olli sprengjunni að svo stöddu.

The Telegraph segir frá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×