Erlent

Hljóp fótalaus með Ólympíukyndilinn

Parkison var staðráðinn í að fara alla leið án hækja.
Parkison var staðráðinn í að fara alla leið án hækja.
Ben Parkison, sem talinn er vera mest særði breski hermaðurinn úr stríðinu í Afganistan, hljóp með Ólympíukyndilinn í London í dag.

Parkison missti báðar fæturnar og hlaut heila- og bakáverka í sprengjuáras í Afganistan árið 2006.

Hann hljóp með kyndilinn 300 metra í heimabæ sínum í dag á meðan þúsundir manna klöppuðu og fögnuðu hugrekki hans.

Parkison var staðráðinn í að fara alla vegalengdina á gervilimum sínum án hækja. Það tók hann um það bil 26 mínútur og vegfarendur hvöttu hann áfram alla leiðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×