Erlent

Kona og kristinn maður verða varaforsetar í fyrsta sinn

BBI skrifar
Mynd/AFP
Nýkjörinn forseti Egyptalands, Mohamed Morsi, ætlar að skipa annars vegar konu og hins vegar kristinn mann sem varaforseta sína. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu landsins sem kona eða kristinn maður gegna svo virðulegu embætti í stjórnkerfinu. Enn hefur ekki verið gefið út hverjir nákvæmlega verða fyrir valinu.

Mohamed Morsi var frambjóðandi Bræðralags múslima og er nú fyrsti forseti Egyptalands sem er múslimi. Bræðralag múslima reynir nú að sefa ótta og kveða niður áhyggjur manna af því að hafa forseta sem er íslamisti. Þessi fyrirhugaða skipun varaforseta er liður í því að skapa samstöðu og samhljóm í stjórnkerfinu.

Umfjöllun The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×