Erlent

Leiðtogafundur ESB hefst í dag

Leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst í dag þar sem vandamálin á evrusvæðinu verða enn og aftur aðalumræðuefnið.

Angela Merkel kanslari Þýskalands og Francois Hollande forseti Frakklands deila enn um þær leiðir sem líklegar eru til að leysa vandann.

Í BBC er haft eftir Angelu Merkel að engin töfralausn sé til á vandanum og hann verði ekki leystur í einu höggi.

Meðal þess sem rætt verður er frekari samruni Evrópusambandsríkjanna á sviði ríkisfjármála en það myndi þýða frekara framsal á fullveldi þessara ríkja til Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×