Erlent

Íbúum Colorado Springs skipað að yfirgefa borgina

Búið er að gefa fyrirskipun til flestra borgara í Colorado Springs um að þeir yfirgefi borgina vegna hinna miklu skógarelda sem náð hafa til úthvefa hennar.

Þar berjast nú yfir 800 slökkviliðsmenn við eldanna og gengur sú barátta afar erfiðlega en fjöldi húsa í úthverfum Colorado Springs er brunninn til grunna.

Eldhafið nær nú yfir 62 ferkólametra svæði í grennd við Colorado Springs og inn í borgina en hún er næststærsta borg Coloradoríkis með yfir hálfa milljón íbúa. Slökkviliðsmenn hafa ekki náð stjórn á eldunum á nema um 5% af þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×