Erlent

Fyrsta nýja megrunarlyfið í Bandaríkjunum í 13 ár

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn í 13 ár gefið samþykki sitt fyrir nýju megrunarlyfi.

Lyf þetta ber nafnið Belviq og er framleitt af Arena lyfjafyrirtækinu. Prófanir á lyfinu hafa sýnt að þeir sem þjást af offitu hafa gennst um 5% að jafnaði með því að nota það. Lyfið virkar þannig að það dregur úr matarlyst hjá þeim sem nota það.

Lyfið mun koma á almennan markað á næsta ári. Í tilkynningu frá eftirlitinu er tekið fram að óléttar konur og konur með börn á brjósti mega ekki nota þetta lyf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×