Erlent

Borðaði andlit manns eftir maríjúananeyslu

Ronald Poppa er illa haldinn eftir árásina
Ronald Poppa er illa haldinn eftir árásina
Rudy Eugene réðst á heimilislausan mann, Ronald Poppa, í Miami og borðaði hálft andlit hans.

Eugene var skotinn af lögreglunni í Miami sem kom að verknaðinum. Við krufningu fundust einungis leyfar af marijuana og voru engin ummerki annarra ólöglegra fíkniefna eða áfengis.

Kærasta mannsins hafði fyrir krufningu sagt að hann hlyti að hafa verið mikið lyfjaður til að framkvæma slíkt voðaverk.

Áður en niðurstöður krufningar lágu fyrir var haldið að hann hefði verið undir áhrifum „baðsalta" sem eru örvandi efni og geta valdið árásargirni og ofskynjunum.

Árásarmaðurinn hafði afklætt bæði sjálfan sig og fórnarlambið áður en hann borðaði á honum andlitið.

Enn er óvitað hvað leiddi manninn til verknaðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×