Erlent

Tony Blair vill aftur verða forsætisráðherra

Tony Blair myndi ekki neita öðru tækifæri til að stjórna landinu.
Tony Blair myndi ekki neita öðru tækifæri til að stjórna landinu.
Tony Blair hefur lýst áhuga sínum að snúa aftur í forsætisráðherrastól og telur sig færari en áður til að sinna starfinu.

Blair viðurkennir að það sé ólíklegt að hann geti snúið aftur til valda. Gordon Brown tók við embættinu árið 2007.

Blair segir að hann myndi ekki neita öðru tækifæri til að stjórna landinu og telur sig hafa lært mikið á síðastliðnum fimm árum sem hefði verið nytsamlegt þegar hann gegndi embætti.

Ef hann fengi kjör yrði hann fyrsti leiðtogi til endurheimta völd síðan Harold Wilson var endurkjörinn, 1974.

Blair segir ástæðuna fyrir að hann hætti 2007 vera að hann var orðin umdeildur innan Verkamannaflokksins og vildi ekki vera ástæða sundrungar með að sitja áfram sem forsætisráðherra.

Sky News segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×