Erlent

Leiðtogafundur ESB enn í gangi

Markel og Hollande reyna að komast að niðurstöðu um hvernig má leysa fjárhagsvanda evrusvæðisins
Markel og Hollande reyna að komast að niðurstöðu um hvernig má leysa fjárhagsvanda evrusvæðisins mynd/afp
Fjárhagsvandamál á evrusvæðinu er aðalumræðuefnið á leiðtogafundi Evrópusambandsins. Fundurinn stendur nú yfir eins og vísir greindi frá í morgun.

Angela Markel kanslari Þýskalands og Francois Hollande forseti Frakklands reyna að komast að niðurstöðu um hvaða leiðir séu bestar til að leysa vandann.

Markel sagði fyrir fundinn að mikilvægt væri að gefa ekki út loforð sem ekki er hægt að standa við og segir löndin bara geta deilt byrgði vandans þegar sameiginlegri stjórn fjármála á evrusvæðinu sé komið fyrir.

Fréttamaður BBC greinir frá því að fundurinn er líklegur til að vera skref í rétta átt að koma á jafnvægi fjármála á evrusvæðinu.

Hollande segir í viðtali við franska sjónvarpsstöð að fundurinn sé að færast í þá átt sem hann vonaðist til og að þau Markel höfðu verið sammála um skatt og fjármagnsdreifingar á milli landa en ættu eftir að finna samkomulag um stöðugleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×