Erlent

Fjölda bjargað þegar skip sekkur nærri Ástralíu

Forsætisráðherra Ástarlíu, Julia Gillard, er ánægð með skjót viðbrögð björgunarteymisins.
Forsætisráðherra Ástarlíu, Julia Gillard, er ánægð með skjót viðbrögð björgunarteymisins. mynd/afp
Yfir 120 manns hefur verið bjargað eftir að skip sökk nærri Ástralíu. Skipið var á leið frá Afganistan með flóttamenn í leit að hæli. Skipið sökk skemur en viku eftir að annað skip sökk fyrir norðan Christmas eyjuna sem er á áströlsku yfirráðarsvæði í Indlandshafi.

Ástralskt varðskip og tvö önnur verslunarskip björguðu fólki úr sjónum. Flugher Ástrala fleygði björgunarbátum á svæðið eftir að neyðarkallið barst.

Forsætisráðherra Ástarlíu, Julia Gillard, segir flesta komna upp úr sjónum og að björgunarteymið hafi brugðist fljótt við og unnið af miklu hugrekki.

Flest skip með hælisleitendum koma frá Indónesóu en aukning hefur verið í skipum sem koma frá Sri Lanka.

Tiltölulega fáir hælisleitendur koma til Ástralíu á alþjóðlegan mælikvarða. Málefnið er viðkvæmt og fæstir stjórnmálaflokkar landsins hafa markað stefnu í innflytjendamálum.

Ástralía veitir 13 þúsund flóttamönnum landvistarleyfi á hverju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×