Erlent

Vélmenni sem sigrar alltaf í Steinn, skæri, blað

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Verkfræðingar við háskólann í Tókýó hafa þróað vélmenni sem mun ávallt trompa mannkynið þegar kemur að fingraleiknum Steinn, skæri, blað.

Svo virðist sem að bitur barátta mannkyns við vélmenni verði gremjuleg umfram allt.

Það var japanski verkfræðingurinn Masatoshi Ishikawa sem þróaði vélmennið en hann hefur komið að sköpun fjölmargra vélmenna sem hafa vafasaman tilgang.

Nýjasta vélmenni Ishikawa nemur hreyfingar handarinnar af mikilli nákvæmi en það greinir hreyfingu á þúsund römmum á sekúndu. Næmi hins mannlega auga er um 30 rammar á sekúndu.

En þó svo að vélmenni Ishikawa virðist vera tilgangslaust þá eru þau ljáð eiginleikum sem koma til með að skipta sköpum í áframhaldandi þróun vélfærafræðinnar.

Hægt er að sjá myndband af vélmenninu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×