Erlent

Tyrkir búast til varnar

BBI skrifar
Mynd/AP
Tyrkir hafa sent hermenn, eldflaugar og önnur hergögn að landamærum Sýrlands samkvæmt fréttastofu Sky News. Forsætisráðherra Tyrklands hefur jafnframt gefið út skipun um að bregðast við ógnum sem kunna að steðja að landamærunum. Hann lýsti því yfir í kjölfar þess að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska herflugvél fyrir skömmu.

Sú staðreynd að Tyrkir senda loftvarnarbyssur og eldflaugar að landamærunum bendir til þess að þeir séu að búa sig undir mögulega árás frá sýrlenskum þyrlum og orrustuflaugum.

Á tyrknesku landamærunum dvelja nú yfir 33.000 flóttamenn frá Sýrlandi.

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, segir að öll hergögn sem send verða að landamærunum frá Sýrlandi og þykja ógnandi verði skilgreind sem skotmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×