Góð reynsla af að líta ekki á fíkniefnaneyslu sem afbrot BBI skrifar 28. júní 2012 20:25 Getty Images Reynsla Portúgala af því að hætta að líta á fíkniefnaneyslu sem afbrot er góð og hefur engar skaðlegar hliðar í för með sér. Fyrir tveimur dögum birtu Sameinuðu Þjóðirnar skýrslu um að fíkniefnastríðið væri tapað og hefði meiri skaðlegar afleiðingar en góðar. Reynsla Portúgala gæti verið vatn á myllu þessa málstaðar. Árið 2001 ákváðu stjórnvöld í Portúgal að hætta að líta á neyslu fíkniefna sem afbrot, heróín og kókaín þar með talin. Í umfjöllun The Economist er fjallað um hvernig erlendir fréttamiðlar básúnuðu stanslausar bölsýnisspár í kjölfarið. Svo leið tíminn og þetta róttæka skref Portúgala gleymdist. Þar til ný rannsókn birtist á þessu ári, gerð af lögmanninum Glenn Greenwald. Greenwald kemst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að hætta að líta á eiturlyfjaneyslu sem afbrot hafi ekki aukið notkun þeirra að neinu marki og nú sé fíkniefnaneysla með því lægsta sem gerist í gervöllu Evrópusambandinu í Portúgal. Reynslan sýnir að alnæmissmit hafa minnkað mjög eftir að skrefið var tekið og sömuleiðis hefur stefnan ekki laðað fíkniefnaneytendur erlendis frá til landsins, eins og upphaflega var talið myndi gerast. Sú leið sem Portúgalir völdu felur ekki í sér að fíkniefnaneysla sé lögleg. Fólk sem er gripið með eiturlyf er enn stöðvað af lögreglunni og eiturlyfin gerð upptæk. Fólk á hins vegar ekki yfir höfði sér málsókn vegna þessa. Þetta er talið hvetja eiturlyfjafíkla til að leita sér hjálpar í stað þess að sama fólk haldi sig í myrkustu afkimum samfélagsins og forðist að láta sjá sig. Greenwald birti merkilegar tölur í rannsókn sinni. Fíkniefnafíklar sem leita sér meðferðar voru 24.000 árið 2008. Þeir voru aðeins 6.000 árið 1999 þegar fíkniefnaneysla var enn talin afbrot. Frá árinu 2000 hefur neysla á öllum fíkniefnum dregist saman nema á heróíni, en þar jókst hlutfallið um 0,1%. Tengdar fréttir Fíkniefnastríðið er ekki tapað Stríðið við fíkniefni eins og við þekkjum það er ekki tapað. Við ætlum ekki að breyta okkar afstöðu eða aðferðum í bili. Þetta segir Héðinn Svarfdal Björnsson, fyrir hönd embætti Landslæknis. 27. júní 2012 20:49 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Reynsla Portúgala af því að hætta að líta á fíkniefnaneyslu sem afbrot er góð og hefur engar skaðlegar hliðar í för með sér. Fyrir tveimur dögum birtu Sameinuðu Þjóðirnar skýrslu um að fíkniefnastríðið væri tapað og hefði meiri skaðlegar afleiðingar en góðar. Reynsla Portúgala gæti verið vatn á myllu þessa málstaðar. Árið 2001 ákváðu stjórnvöld í Portúgal að hætta að líta á neyslu fíkniefna sem afbrot, heróín og kókaín þar með talin. Í umfjöllun The Economist er fjallað um hvernig erlendir fréttamiðlar básúnuðu stanslausar bölsýnisspár í kjölfarið. Svo leið tíminn og þetta róttæka skref Portúgala gleymdist. Þar til ný rannsókn birtist á þessu ári, gerð af lögmanninum Glenn Greenwald. Greenwald kemst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að hætta að líta á eiturlyfjaneyslu sem afbrot hafi ekki aukið notkun þeirra að neinu marki og nú sé fíkniefnaneysla með því lægsta sem gerist í gervöllu Evrópusambandinu í Portúgal. Reynslan sýnir að alnæmissmit hafa minnkað mjög eftir að skrefið var tekið og sömuleiðis hefur stefnan ekki laðað fíkniefnaneytendur erlendis frá til landsins, eins og upphaflega var talið myndi gerast. Sú leið sem Portúgalir völdu felur ekki í sér að fíkniefnaneysla sé lögleg. Fólk sem er gripið með eiturlyf er enn stöðvað af lögreglunni og eiturlyfin gerð upptæk. Fólk á hins vegar ekki yfir höfði sér málsókn vegna þessa. Þetta er talið hvetja eiturlyfjafíkla til að leita sér hjálpar í stað þess að sama fólk haldi sig í myrkustu afkimum samfélagsins og forðist að láta sjá sig. Greenwald birti merkilegar tölur í rannsókn sinni. Fíkniefnafíklar sem leita sér meðferðar voru 24.000 árið 2008. Þeir voru aðeins 6.000 árið 1999 þegar fíkniefnaneysla var enn talin afbrot. Frá árinu 2000 hefur neysla á öllum fíkniefnum dregist saman nema á heróíni, en þar jókst hlutfallið um 0,1%.
Tengdar fréttir Fíkniefnastríðið er ekki tapað Stríðið við fíkniefni eins og við þekkjum það er ekki tapað. Við ætlum ekki að breyta okkar afstöðu eða aðferðum í bili. Þetta segir Héðinn Svarfdal Björnsson, fyrir hönd embætti Landslæknis. 27. júní 2012 20:49 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Fíkniefnastríðið er ekki tapað Stríðið við fíkniefni eins og við þekkjum það er ekki tapað. Við ætlum ekki að breyta okkar afstöðu eða aðferðum í bili. Þetta segir Héðinn Svarfdal Björnsson, fyrir hönd embætti Landslæknis. 27. júní 2012 20:49