Erlent

Marglyttur eru holl og próteinrík matvæli

Marglyttur eru bæði hollar og próteinríkar og fólk ætti að borða þær eins og hverja aðra fæðu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar í Kanada.

Það voru vísindamenn við háskólann í Bresku Kólombíu sem komust að þessari niðurstöðu. Í skýrslu sinni um rannsóknina segja vísindamennirnir að fyrir utan hátt hlutfall af próteinum í marglyttum geti taugaeitur þeirra einnig komið að gagni í baráttunni við ýmsar bakteríur og sýkla.

Að marglyttur séu matur kemur Kínverjum og Japönum ekki á óvart enda hafa þær verið borðaðar af fólki í þessum löndum í þúsund ár. Eru raunar taldar til sælkeramats meðal Kínverja og Japana. Í Asíu voru þannig veidd 250.000 tonn af marglyttum til matvælaframleiðslu á síðasta ári.

Hingað til hafa marglyttur yfirleitt talist óætar á Vesturlöndum en ef hægt er að nota þær sem matvæli eru það góðar fréttir því marglyttum hefur fjölgað gífurlega í kjölfar hækkandi hitastigs í höfum heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×