Erlent

Senda skriðdreka að tyrknesku landamærunum

Sýrlandsstjórn hefur sent 170 skriðdreka og brynvarin hertæki að landamærunum við Tyrkland.

Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir einum af herforingjum uppreisnarmanna í Sýrlandi að verið sé að safna skriðdrekum þessum saman í grennd við bæinn Aleppo sem er í um 30 kílómetra fjarlægð frá landamærunum.

Þessir herflutningar eru taldir vera svar Sýrlendinga við mikilli hernaðaruppbyggingu Tyrkja hinum meginn við landamærin en þangað hafa Tyrkir sent mikinn fjölda skriðdreka- og hersveita undanfarna daga.

Samskipti þessara ríkja hafa verið á suðupunktinum eftir að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska herþotu fyrir um viku síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×