Erlent

Eiginkonan skilin við Dominique Strauss-Kahn

Anne Sinclair og Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru skilin. Þau höfðu verið gift í 20 ár.

Í fréttum í frönskum fjölmiðlum kemur fram að Anne hafi vísað eiginmanni sínum á dyr fyrir mánuði síðan og að þau búi nú í sitthvorri íbúðinni.

Anne stóð með eiginmanni sínum þegar hann var ákærður fyrir kynferðislega árás á herbergisþernu á hóteli í New York í fyrra. Nýleg ákæra á hendur Strauss-Kahn fyrir aðild að vændishring í Frakklandi var hinsvegar of stór biti fyrir Anne að kyngja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×