Erlent

Obama lýsir yfir neyðarástandi í Colorado

Barack Obama bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástand í Colorado vegna mikilla skógarelda sem herjað hafa á íbúa ríkisins að undanförnu.

Nú berjast nær 9.000 slökkviliðsmenn við eldana með 550 slökkviliðsbílum og 170 þyrlum. Slökkvistarf gengur erfiðlega vegna mikilla þurrka og vinds.

Mörg hundruð hús hafa brunnið í úthverfum borgarinnar Colorado Springs og flestir borgarbúa þar hafa flúið heimili sín. Sem stendur geisa skógareldarnir á 74 ferkílómetra svæði og færast í aukana.

Reiknað er með að Obama heimsæki Colorado í dag til að kynna sér aðstæður þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×