Útgerðarmenn bítast vegna Vinnslustöðvarinnar Karen Kjartansdóttir skrifar 29. júní 2012 18:46 Guðmundur í Brimi Óskynsamlegt er af Vinnslustöðinni að greiða út háan arð og kvarta á sama tíma um að félagið geti ekki greitt veiðileyfagjöld. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í eyjum, segir hins vegar veiðigjöld ríkisstjórnarnar ástæðu uppsagna ekki arðgreiðslur. Í fyrrakvöld var tekin ákvörðun í Vestmannaeyjum að segja upp 41 starfsmanni Vinnslustöðvarinnar og selja skipið Gandí að lokinni makrílvertíð. „Þetta er sorgleg ákvörðun að vinnslustöðin hafi þurft að gera þetta en að vissu leyti skilur maður þetta," segir Valmundur en hann óttast að veiðileyfagjaldið geti komið fyrirtækjum í þrot. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu mun veiðileyfagjaldið nema um 600 milljónum á næsta ári hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Stjórnendur stöðvarinnar segja gjaldið eina af ástæðum þess að fólkinu var sagt upp. Á sama tíma og ákvörðunin um uppsagnirnar var tekin ákváðu hluthafar Vinnslustöðvarinnar að greiða sér út arð sem nemur 830 milljónum og er 30 prósent af nafnverði hlutafjár árið 2011. „Þetta er 13 prósenta aðrur, ætli það sé ekki átta prósenta raunávöxtun og það má kannski minna á að bankasýslan gerir kröfu að sparisjóðirnir séu með 8 prósent raunávöxtun," segir Valmundur þegar hann er spurður um skoðun sína á greiðslunni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir arðgreiðslurnar nauðsynlegar svo hluthafar í eyjum geti staðið við skuldbindingar sínar og haldið eignarhaldinu í eyjum. Þeir hafi staðið við sínar skuldbindingar og þurfi því féð. Sigurgeir segir Guðmundur Kristjánsson útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni, hins vegar hafa fengið afskriftir. Það kunni að skýra það að Guðmundur vildi lægri arðgreiðslur úr félaginu. Guðmundur segir Sigurgeir hins vegar fara með staðlausa stafi. „Þetta er náttúrulega algjört rugl og rangt, bæði Brim, KG fiskverkun, ég, Stilla útgerð höfum aldrei fengið neinar afskriftir - aldrei. En við áttum eitt hlutafélag sem fór á hausinn sem var í bönkunum. Það er það eina sem við höfum átt sem hefur farið á hausinn. Ég held kannski að það sé hann miklu frekar sem er í vandræðum með sín eignarhaldsfélög. Hann er með fullt af eignarhaldsfélögum sem eru algjörlega skuldsett upp í rjáfur," segir Guðmundur. Hann segir að fyrirtæki verði að hafa svigrúm til að breyta í rekstri sínum og nauðsynlegt geti verið að grípa til uppsagna. Mér finnst þetta ekki skynsamleg ákvörðun hjá meirihluta Eyjamanna að borga svona háan arð og á sama tíma væla um að félagið geti ekki borgað nein veiðileyfagjöld. Mér finnst þetta ekki réttur málflutningur." Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Óskynsamlegt er af Vinnslustöðinni að greiða út háan arð og kvarta á sama tíma um að félagið geti ekki greitt veiðileyfagjöld. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í eyjum, segir hins vegar veiðigjöld ríkisstjórnarnar ástæðu uppsagna ekki arðgreiðslur. Í fyrrakvöld var tekin ákvörðun í Vestmannaeyjum að segja upp 41 starfsmanni Vinnslustöðvarinnar og selja skipið Gandí að lokinni makrílvertíð. „Þetta er sorgleg ákvörðun að vinnslustöðin hafi þurft að gera þetta en að vissu leyti skilur maður þetta," segir Valmundur en hann óttast að veiðileyfagjaldið geti komið fyrirtækjum í þrot. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu mun veiðileyfagjaldið nema um 600 milljónum á næsta ári hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Stjórnendur stöðvarinnar segja gjaldið eina af ástæðum þess að fólkinu var sagt upp. Á sama tíma og ákvörðunin um uppsagnirnar var tekin ákváðu hluthafar Vinnslustöðvarinnar að greiða sér út arð sem nemur 830 milljónum og er 30 prósent af nafnverði hlutafjár árið 2011. „Þetta er 13 prósenta aðrur, ætli það sé ekki átta prósenta raunávöxtun og það má kannski minna á að bankasýslan gerir kröfu að sparisjóðirnir séu með 8 prósent raunávöxtun," segir Valmundur þegar hann er spurður um skoðun sína á greiðslunni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir arðgreiðslurnar nauðsynlegar svo hluthafar í eyjum geti staðið við skuldbindingar sínar og haldið eignarhaldinu í eyjum. Þeir hafi staðið við sínar skuldbindingar og þurfi því féð. Sigurgeir segir Guðmundur Kristjánsson útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni, hins vegar hafa fengið afskriftir. Það kunni að skýra það að Guðmundur vildi lægri arðgreiðslur úr félaginu. Guðmundur segir Sigurgeir hins vegar fara með staðlausa stafi. „Þetta er náttúrulega algjört rugl og rangt, bæði Brim, KG fiskverkun, ég, Stilla útgerð höfum aldrei fengið neinar afskriftir - aldrei. En við áttum eitt hlutafélag sem fór á hausinn sem var í bönkunum. Það er það eina sem við höfum átt sem hefur farið á hausinn. Ég held kannski að það sé hann miklu frekar sem er í vandræðum með sín eignarhaldsfélög. Hann er með fullt af eignarhaldsfélögum sem eru algjörlega skuldsett upp í rjáfur," segir Guðmundur. Hann segir að fyrirtæki verði að hafa svigrúm til að breyta í rekstri sínum og nauðsynlegt geti verið að grípa til uppsagna. Mér finnst þetta ekki skynsamleg ákvörðun hjá meirihluta Eyjamanna að borga svona háan arð og á sama tíma væla um að félagið geti ekki borgað nein veiðileyfagjöld. Mér finnst þetta ekki réttur málflutningur."
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira