Útgerðarmenn bítast vegna Vinnslustöðvarinnar Karen Kjartansdóttir skrifar 29. júní 2012 18:46 Guðmundur í Brimi Óskynsamlegt er af Vinnslustöðinni að greiða út háan arð og kvarta á sama tíma um að félagið geti ekki greitt veiðileyfagjöld. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í eyjum, segir hins vegar veiðigjöld ríkisstjórnarnar ástæðu uppsagna ekki arðgreiðslur. Í fyrrakvöld var tekin ákvörðun í Vestmannaeyjum að segja upp 41 starfsmanni Vinnslustöðvarinnar og selja skipið Gandí að lokinni makrílvertíð. „Þetta er sorgleg ákvörðun að vinnslustöðin hafi þurft að gera þetta en að vissu leyti skilur maður þetta," segir Valmundur en hann óttast að veiðileyfagjaldið geti komið fyrirtækjum í þrot. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu mun veiðileyfagjaldið nema um 600 milljónum á næsta ári hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Stjórnendur stöðvarinnar segja gjaldið eina af ástæðum þess að fólkinu var sagt upp. Á sama tíma og ákvörðunin um uppsagnirnar var tekin ákváðu hluthafar Vinnslustöðvarinnar að greiða sér út arð sem nemur 830 milljónum og er 30 prósent af nafnverði hlutafjár árið 2011. „Þetta er 13 prósenta aðrur, ætli það sé ekki átta prósenta raunávöxtun og það má kannski minna á að bankasýslan gerir kröfu að sparisjóðirnir séu með 8 prósent raunávöxtun," segir Valmundur þegar hann er spurður um skoðun sína á greiðslunni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir arðgreiðslurnar nauðsynlegar svo hluthafar í eyjum geti staðið við skuldbindingar sínar og haldið eignarhaldinu í eyjum. Þeir hafi staðið við sínar skuldbindingar og þurfi því féð. Sigurgeir segir Guðmundur Kristjánsson útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni, hins vegar hafa fengið afskriftir. Það kunni að skýra það að Guðmundur vildi lægri arðgreiðslur úr félaginu. Guðmundur segir Sigurgeir hins vegar fara með staðlausa stafi. „Þetta er náttúrulega algjört rugl og rangt, bæði Brim, KG fiskverkun, ég, Stilla útgerð höfum aldrei fengið neinar afskriftir - aldrei. En við áttum eitt hlutafélag sem fór á hausinn sem var í bönkunum. Það er það eina sem við höfum átt sem hefur farið á hausinn. Ég held kannski að það sé hann miklu frekar sem er í vandræðum með sín eignarhaldsfélög. Hann er með fullt af eignarhaldsfélögum sem eru algjörlega skuldsett upp í rjáfur," segir Guðmundur. Hann segir að fyrirtæki verði að hafa svigrúm til að breyta í rekstri sínum og nauðsynlegt geti verið að grípa til uppsagna. Mér finnst þetta ekki skynsamleg ákvörðun hjá meirihluta Eyjamanna að borga svona háan arð og á sama tíma væla um að félagið geti ekki borgað nein veiðileyfagjöld. Mér finnst þetta ekki réttur málflutningur." Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Óskynsamlegt er af Vinnslustöðinni að greiða út háan arð og kvarta á sama tíma um að félagið geti ekki greitt veiðileyfagjöld. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í eyjum, segir hins vegar veiðigjöld ríkisstjórnarnar ástæðu uppsagna ekki arðgreiðslur. Í fyrrakvöld var tekin ákvörðun í Vestmannaeyjum að segja upp 41 starfsmanni Vinnslustöðvarinnar og selja skipið Gandí að lokinni makrílvertíð. „Þetta er sorgleg ákvörðun að vinnslustöðin hafi þurft að gera þetta en að vissu leyti skilur maður þetta," segir Valmundur en hann óttast að veiðileyfagjaldið geti komið fyrirtækjum í þrot. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu mun veiðileyfagjaldið nema um 600 milljónum á næsta ári hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Stjórnendur stöðvarinnar segja gjaldið eina af ástæðum þess að fólkinu var sagt upp. Á sama tíma og ákvörðunin um uppsagnirnar var tekin ákváðu hluthafar Vinnslustöðvarinnar að greiða sér út arð sem nemur 830 milljónum og er 30 prósent af nafnverði hlutafjár árið 2011. „Þetta er 13 prósenta aðrur, ætli það sé ekki átta prósenta raunávöxtun og það má kannski minna á að bankasýslan gerir kröfu að sparisjóðirnir séu með 8 prósent raunávöxtun," segir Valmundur þegar hann er spurður um skoðun sína á greiðslunni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir arðgreiðslurnar nauðsynlegar svo hluthafar í eyjum geti staðið við skuldbindingar sínar og haldið eignarhaldinu í eyjum. Þeir hafi staðið við sínar skuldbindingar og þurfi því féð. Sigurgeir segir Guðmundur Kristjánsson útgerðamaður í Brimi og einn hluthafa í Vinnslustöðinni, hins vegar hafa fengið afskriftir. Það kunni að skýra það að Guðmundur vildi lægri arðgreiðslur úr félaginu. Guðmundur segir Sigurgeir hins vegar fara með staðlausa stafi. „Þetta er náttúrulega algjört rugl og rangt, bæði Brim, KG fiskverkun, ég, Stilla útgerð höfum aldrei fengið neinar afskriftir - aldrei. En við áttum eitt hlutafélag sem fór á hausinn sem var í bönkunum. Það er það eina sem við höfum átt sem hefur farið á hausinn. Ég held kannski að það sé hann miklu frekar sem er í vandræðum með sín eignarhaldsfélög. Hann er með fullt af eignarhaldsfélögum sem eru algjörlega skuldsett upp í rjáfur," segir Guðmundur. Hann segir að fyrirtæki verði að hafa svigrúm til að breyta í rekstri sínum og nauðsynlegt geti verið að grípa til uppsagna. Mér finnst þetta ekki skynsamleg ákvörðun hjá meirihluta Eyjamanna að borga svona háan arð og á sama tíma væla um að félagið geti ekki borgað nein veiðileyfagjöld. Mér finnst þetta ekki réttur málflutningur."
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira