Massa reiður sjálfum sér vegna mistaka Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 06:30 Massa er búinn að vera í ruglinu á þessu tímabili og kemst ekki með tærnar þar sem Alonso hefur hælana. nordicphotos/afp Felipe Massa hjá Ferrari segist vera sjálfum sér reiður vegna mistaka í upphafi kanadíska kappakstursins um helgina. Hann endaði tíundi í kappakstrinum. Massa missti stjórn á bíl sínum í fyrstu beygju brautarinnar á sjötta hring og féll niður í tólfta sæti. Honum hefur ekki gengið vel í ár á meðan liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, blómstrar. "Ég er mjög reiður út í sjálfan mig vegna mistakana," sagði hann. "Ég missti þá af efstu mönnum og eyðilagði dekkin sem þýddi að ég þurfti að taka viðgerðarhlé snemma." Massa ók lengi eftir viðgerðarhléið á nýjum dekkjum án þess að stoppa. "Ég reyndi að vera eins lengi úti og ég gat svo þyrfti ekki að stoppa aftur. Dekkin voru gjörsamlega slitin niður í striga." Hann segir tíunda sætið ekki sýna rétta mynd af möguleikum sínum í Ferrari-bílnum. "Ég er vonsvikinn því við sýndum samkeppnishæfi okkar. Það er eitthvað sem við gátum ekki í byrjun tímabilsins." Formúla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari segist vera sjálfum sér reiður vegna mistaka í upphafi kanadíska kappakstursins um helgina. Hann endaði tíundi í kappakstrinum. Massa missti stjórn á bíl sínum í fyrstu beygju brautarinnar á sjötta hring og féll niður í tólfta sæti. Honum hefur ekki gengið vel í ár á meðan liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, blómstrar. "Ég er mjög reiður út í sjálfan mig vegna mistakana," sagði hann. "Ég missti þá af efstu mönnum og eyðilagði dekkin sem þýddi að ég þurfti að taka viðgerðarhlé snemma." Massa ók lengi eftir viðgerðarhléið á nýjum dekkjum án þess að stoppa. "Ég reyndi að vera eins lengi úti og ég gat svo þyrfti ekki að stoppa aftur. Dekkin voru gjörsamlega slitin niður í striga." Hann segir tíunda sætið ekki sýna rétta mynd af möguleikum sínum í Ferrari-bílnum. "Ég er vonsvikinn því við sýndum samkeppnishæfi okkar. Það er eitthvað sem við gátum ekki í byrjun tímabilsins."
Formúla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira