Erlent

Sýrlenskir hermenn nota börn til að skýla sér á bakvið

Stjórnarhermenn í Sýrlandi hafa notað börn til að skýla sér á bakvið í bardögunum sem geisað hafa í landinu undanfarna mánuði.

Dæmi eru um að börn hafi verið látin sitja ofan á skriðdrekum þegar þeir hafa ráðist gegn stjórnarandstæðingum. Þá er til fjöldi dæma um að börn hafi verið myrt og limlest í bardögunum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um stöðu barna í heiminum. Í frétt BBC um málið er haft eftir barnafulltrúa Sameinuðu þjóðanna að hann hafi aldrei upplifað stríðsátök fyrr þar sem börn verða jafn illa úti og dæmin sanna í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×