Erlent

Hnefaleikakappinn Teofilo Stevenson er látinn

Kúbverski hnefaleikakappinn Teofilo Stevenson er látinn 60 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall.

Stevenson var álitinn besti áhugamaður í hnefaleikum í heiminum um árabil en hann vann gullverðlaun í þessari íþrótt á þremur Olympíumótum í röð eða frá 1972 og fram til 1980.

Stevenson voru eitt sinn boðnar fimm milljónir dollara fyrir mæta Muhammad Ali í hringnum en hann hafnaði því boði. Hann sagðist vilja vera trúr kúbversku byltingunni sem bannaði atvinnumennsku í íþróttum.

Stevenson hafði unnið sem þjálfari í hnefaleikum á Kúbu fram að andláti sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×