Erlent

Þúsundir mótmæla á götum Moskvu í dag

Reiknað er með að þúsundir mótmælenda muni ganga í kröfugöngu um götur Moskvu í dag.

Þessir mótmælendur vilja nýjar kosningar í Rússlandi og nýjan forseta. Þetta eru fyrstu skipulögðu mótmælin gegn Vladimir Putin frá því að hann var kjörinn forseti landsins í mars s.l.

Þau koma í kjölfar þess að þing Rússlands hefur stórhækkað sektir á mótmælendur og þess að lögreglan réðist inn á heimili nokkurra þekktra stjórnarandstæðinga í gærkvöldi þar sem lagt var hald á ýmis gögn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×