Erlent

ESB ætlar að banna allt brottkast á fiskimiðum sínum

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um nýjar og hertar reglur sem eiga að koma í veg fyrir brottkast á fiski á miðum sambandsins. Bannað verður með öllu að kasta fiski frá borði og þung viðurlög verða sett við slíku.

Umhverfissamtök áætla að brottkast á fiski á miðum Evrópusaqmbandsins geti numið allt að 1,3 milljónum tonna á ári. Þar sem þessi fiskur er ekki skráður inn í kvóta þeirra sem veiða hann stuðlar brottkastið að ofveiði á mörgum fiskistofnum.

Í frétt Politiken um málið segir að samkomulag þess sé sögulegt þar sem Evrópusambandinu hefur aldrei áður tekist að setja sameiginlegar reglur um brottkast. Hinsvegar þarf Evrópuþingið að samþykkja ákvörðun ráðherranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×