Erlent

Stór rotta réðist á farþega í lest í New York

Rannsókn er hafin á umfangi meindýra sem hrjá farþega sem ferðast með járnbrautakerfi New York borgar. Rannsóknin var ákveðin eftir að stór rotta réðist nýlega á fertuga konu sem var farþegi í einni lestinni.

Rottan skreið undir buxur konunnar og upp aðra löppina á henni. Þrír menn komu konunni til aðstoðar en hún þurfti að fara úr buxunum til að losna við rottuna.

Konan var síðan flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk stífkrampasprautu en henni virðist ekki hafa orðið meint af árásinni ef frá er talið áfallið sem hún varð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×