Erlent

Kennir þunglyndislyfjum um hrottalega nauðgun

Fyrrverandi lögreglumaður í San Bernardino sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefru verið fundinn sekur um að hafa rænt 25 ára gamalli þjónustustúlku í verslunarmiðstöð, neyða hana með sér út í bíl þar sem hann nauðgaði henni.

Lögreglumaðurinn, sem heitir Nicholas Orban, heldur því fram að hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera þar sem hann hafði tekin inn þunglyndislyfið Zoloft og drukkið áfengi ofan í það, skömmu áður en árásin átti sér stað.

Þrátt fyrir að það sé búið að finna Orban sekan um glæpinn þarf að rétta sérstaklega um sakhæfi hans. Konan sem hann réðist á segir að ekkert hafi bent til þess að hann hafi veið ringlaður þegar hann rændi henni og misþyrmdi. Árás mannsins var að auki verulega ófyrirleitinn, þannig stakk hann byssu upp í munn konunnar, kyrkti hana og tók myndir af henni með farsíma sínum.

Konan sagði hinsvegar fyrir rétti að eftir árásina hafi maðurinn spurt hana hvar hann væri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×