Erlent

Kærasta Frakklandsforseta veldur miklu hneyksli

Valerie Trierweiler kærasta Francois Hollande Frakklandsforseta hefur valdið miklu hneyksli í Frakklandi með twitterskilaboðum.

Í skilaboðunum segist hún styðja Oliver Falorni til þings í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi en hann keppir um sæti við Segolene Royal fyrrum kærustu forsetans og móður fjögurra barna þeirra.

Franskir fjölmiðlar fara hamförum í þessu máli sem þykir mjög neyðarlegt fyrir Hollande. Vitað er að mjög grunnt er á hinu góða milli þessara tveggja kvenna.

Sjálf segir Valerie að einhver hafi brotist inn á twitter síðu hennar og sent þessi skilaboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×