Erlent

Forseti Argentínu krefst samninga um Falklandseyjar

Cristina Kirchner forseti Argentínu hefur krafist þess að Bretar semji við Argentínumenn um framtíð Falklandseyja.

Þetta kom fram í ræðu forsetans á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. David Cameron forsætisráðherra Breta segir hinsvegar að engir samningar verði gerðir um eyjarnar.

Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá innrás Argentínska hersins á Falklandseyjar og var þeirra tímamóta minnst á eyjunum í gærdag.

Þá hefur komið fram í fréttum að efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu á eyjunum á næsta ári um hvort íbúarnir vilji tilheyra Bretum eða Argentínumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×