Erlent

Kirkja brann til grunna, mynd af verndardýrlingi slapp

Lítil kirkja í bænum Juárez í Mexíkó brann til grunna í vikunni fyrir utan einn hlut í henni, málverk á tréplötu af Hinni hreinu mey frá Guadalupe.

Meyjan er verndardýrlingur Mexíkó. Önnur verk af helgu fólki þar á meðal Jesú Krist sem voru í kirkjunni urðu hinsvegar eldinum að bráð.

Benjamín Gaytán prestur safnaðarins í Juárez segir að þetta sé mjög óvenjulegt mál en sýni mátt trúarinnar. Málverkið var algerlega ósnert af eldinum en svolítið sót var á andliti meyjarinnar.

Eldsupptök voru vegna ólöglegrar tengingar á rafmagni í kirkjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×