Erlent

Efnavopn í Sýrlandi

BBI skrifar
Mótmælendur í Sýrlandi.
Mótmælendur í Sýrlandi. Mynd/AFP
Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja stjórnarher landsins nota efnavopn gegn andófsmönnum sínum.

Í gær dóu minnst 84 manns í Sýrlandi í átökum og sprengjuárásum. Þar af voru 48 óbreyttir borgarar. Í myndbandi sem uppreisnarmenn settu á internetið sjást lík 13 manns sem létu lífið í þorpinu Heet. Á einhverrum líkanna eru undarleg sár sem eru sögð hafa myndast vegna efnavopna.

Friðargæslumenn Sameinuðu Þjóðanna segja stríðandi fylkingar í Sýrlandi skorta vilja til að koma á friði í landinu. Ofbeldi hefur aukis þar síðustu tíu daga.

Umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×