Erlent

Obama reynir að sannfæra Pútín um hernaðarinngrip

BBI skrifar
Barack Obama og Vladimir Putin munu hittast næsta mánudag og ræða málefni Sýrlands. Þá fær Obama tækifæri til að milda afstöðu Rússa og fá þá til að samþykkja hernaðarinngrip Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi.

Þetta verður fyrsti fundur leiðtoganna síðan Putin settist aftur á forsetastól. Hann gæti mögulega markað þáttaskil í málefnum Sýrlands, þ.e. ef Putin fellst á að beiting hervalds í Sýrlandi komi til greina.

Leiðtogarnir fá þetta tækifæri til fundarhalda í sambandi við G20 fundinn sem haldinn verður í Mexíkó í næstu viku.

Um málið var fjallað í The Financial Times í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×