Erlent

Obama og Putin funduðu um málefni Sýrlands

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Valdimir Putin Rússlandsforseti funduðu á hliðarlínunni á leiðtogafundi G20 ríkjanna í Mexíkó. Þar ræddu þeir málefni Sýrlands en þetta er fyrsti einkafundur þeirra tveggja síðan að Putin tók við forsetaembættinu að nýju fyrr í ár.

Í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra eftir fundinn kemur m.a. fram að þeir séu sammála um að framtíð Sýrlands eigi að vera í höndum Sýrlendinga sjálfra og voru stríðandi fylkingar þar í landi hvattar til að binda endi á átökin í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×