Erlent

Mubarak í dauðadái

Frá Frelsistorginu í Kaíró í kvöld.
Frá Frelsistorginu í Kaíró í kvöld.
Talið er að Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, liggi nú í dauðadái. Samkvæmt egypskum fjölmiðlum fékk Mubarak heilablóðfall fyrr í dag - nú er talið að hann sé heiladauður.

Mikill fjöldi fólks er nú samankominn á Frelsistorginu í Kaíró. Mótmælendurnir krefjast þess að herráð landsins afsali sér völdum en hershöfðingjarnir tóku á ný völd í landinu þegar forsetakosningar fóru fram í síðustu viku.

Það er Bræðralag múslima sem stendur að baki mótmælunum. Hópurinn segir að fulltrúi þeirra í kosningunum, Mohammeds Morsi, hafi borið sigur úr býtum.

Morsi hefur lýst yfir sigri en mótframbjóðandi hans, Ahmed Shafiq, hefur einnig gert það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×