Erlent

Ótrúlegur bati eftir að hafa fengið spjót í gegnum höfuðið

Þessi röntgenmynd var tekin af höfði Yassers stuttu eftir að honum var komið undir læknishendur.
Þessi röntgenmynd var tekin af höfði Yassers stuttu eftir að honum var komið undir læknishendur. mynd/Jackson Memorial Hospital
Sextán ára gamall piltur í Miami í Bandaríkjunum liggur nú á gjörgæslu. Drengurinn varð fyrir slysaskoti úr skutulbyssu með þeim afleiðingum að tæplega meters langt spjót skaust í gegnum höfuð hans.

Atvikið átti sér stað þegar Yasser Lopez var að leika við félaga sinn. Vinurinn hlóð skutulbyssu sem þeir fundu og við það skaust spjótið í höfuð Yassers.

Drengurinn var við dauðans dyr þegar sjúkraliðar komu á vettvang. Það þótti þó með ólíkindum að Yasser gat tjáð sig, þrátt fyrir spjótið sæti fast í höfði hans.

Hann sagði sjúkraflutningamönnunum að hann fyndi lítið sem ekkert til. Hann kvartaði þó yfir doða í vinstri hlið sinni.

Aðeins munaði nokkrum sentímetrum að spjótið hefði farið í auga Yassers.

Spjótið hefur nú verið fjarlægð. Samkvæmt skurðlæknum í Miami heilsast Yasser nokkuð vel. Hann kemur þó til með að þurfa að dvelja á spítala næstu mánuði. Löng endurhæfing bíður hans að því loknu.

Hægt er að lesa nánar um málið á vefsíðu CBS Miami.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×