Erlent

Ban Ki-Moon segir Sýrlandsstjórn ekki fara eftir friðaráætlun

Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að sýrlensk stjórnvöld fari ekki eftir þeirri friðaráætlun sem samþykkt var til að binda enda á blóðbaðið í Sýrlandi.

Í samtali við BBC segir Moon að borgarstríð sé í uppsiglingu í Sýrlandi og að staðan þar geti farið úr böndunum á hverri stundu.

Fundað var um málið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi og eftir þann fund sagði Kofi Annan sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi að öryggisráðið þurfi að beita stjórn Sýrlands meiri þrýstingi svo þau fari eftir friðaráætluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×