Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessastaði Róbert Ragnarsson skrifar 30. maí 2012 14:09 Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn og einstaka hagsmunaaðilar náð að stýra orðræðunni þannig að hún er uppfull af gífuryrðum og elur á vantrausti. Á vettvangi stjórnmálanna, sérstaklega á alþingi, skiptir mestu að taka sem dýpst í árinni og hlusta alls ekki á önnur sjónarmið en þau sem eru manni þóknanleg. Allir stjórnmálaflokkarnir bera þar mikla ábyrgð, og gjalda fyrir með því að aðeins 10% þjóðarinnar treystir alþingismönnum. Við þurfum einhvern sem við getum treyst og skilur að í öllum meginatriðum erum við sammála. Einhvern sem getur skapað farveg fyrir sátt milli ólíkra sjónarmiða, en elur ekki á vantrausti. Leiðsögumann sem kemur öllum á áfangastað. Ég ætla að kjósa þannig forseta. Þóra Arnórsdóttir er ung kona sem er að takast á við sömu verkefni og mjög margir íslendingar, þ.e. að sinna fjölskyldu og reka heimili samhliða því að vera í krefjandi starfi. Ég held við þurfum forseta sem skilur þjóð sína og þær áskoranir sem hún stendur frammi fyrir. Þóra hefur numið heimspeki og alþjóðastjórnmál, en báðar greinar undirbúa fólk undir að skilja umhverfi sitt betur. Skilja eðli mannsins, siðferði hans og hvatir og geta sett sig inn í málefni mismunandi ríkja til að geta greint hagsmuni og fundið leiðir til sátta. Ég efast um að margir átti sig á því að John Hopkins er mjög eftirsóttur skóli, ekki síst meðal háttsettra embættismanna sem starfa við stefnumótun í utanríkismálum sinna ríkja. Þóra hefur starfað sem leiðsögumaður og þekkir því landið okkar vel og er umhugað um náttúruna. Hún er afskaplega vel máli farin og talar nokkur tungumál. Áhorfendur sjónvarpsins hafa séð hana bregða fyrir sig mismunandi tungumálum í viðtölum og farast það vel úr hendi. Sem fjölmiðlakona hefur Þóra öðlast reynslu í því að hlusta frekar en grípa frammí. Að geta hlustað, greint og sett sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar fjölmiðlakonunnar ekki síður en forsetans. Að sama skapi er mikilvægt að forsetinn sé fjölfróður, þekki til margra hluta og geti skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Auk þess að hafa verið kennari og leiðsögumaður hefur Þóra unnið fjölda frétta um fjölbreytt mál og gert vandaða heimildaþætti, m.a. um bankahrunið. Er því með sanni hægt að segja að hún sé fjölfróð og vel undirbúin að takast á við embætti forseta. Þóra leggur áherslu á að forseti Íslands sé merkisberi Íslands úti í heimi og sameiningarafl inn á við. Að hann sé fulltrúi allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem eru sammála honum. Ég styð Þóru því ég deili sýn hennar á hlutverk forseta, þ.e. að forsetinn eigi að skapa farveg fyrir þá sátt sem nauðsynleg er á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn og einstaka hagsmunaaðilar náð að stýra orðræðunni þannig að hún er uppfull af gífuryrðum og elur á vantrausti. Á vettvangi stjórnmálanna, sérstaklega á alþingi, skiptir mestu að taka sem dýpst í árinni og hlusta alls ekki á önnur sjónarmið en þau sem eru manni þóknanleg. Allir stjórnmálaflokkarnir bera þar mikla ábyrgð, og gjalda fyrir með því að aðeins 10% þjóðarinnar treystir alþingismönnum. Við þurfum einhvern sem við getum treyst og skilur að í öllum meginatriðum erum við sammála. Einhvern sem getur skapað farveg fyrir sátt milli ólíkra sjónarmiða, en elur ekki á vantrausti. Leiðsögumann sem kemur öllum á áfangastað. Ég ætla að kjósa þannig forseta. Þóra Arnórsdóttir er ung kona sem er að takast á við sömu verkefni og mjög margir íslendingar, þ.e. að sinna fjölskyldu og reka heimili samhliða því að vera í krefjandi starfi. Ég held við þurfum forseta sem skilur þjóð sína og þær áskoranir sem hún stendur frammi fyrir. Þóra hefur numið heimspeki og alþjóðastjórnmál, en báðar greinar undirbúa fólk undir að skilja umhverfi sitt betur. Skilja eðli mannsins, siðferði hans og hvatir og geta sett sig inn í málefni mismunandi ríkja til að geta greint hagsmuni og fundið leiðir til sátta. Ég efast um að margir átti sig á því að John Hopkins er mjög eftirsóttur skóli, ekki síst meðal háttsettra embættismanna sem starfa við stefnumótun í utanríkismálum sinna ríkja. Þóra hefur starfað sem leiðsögumaður og þekkir því landið okkar vel og er umhugað um náttúruna. Hún er afskaplega vel máli farin og talar nokkur tungumál. Áhorfendur sjónvarpsins hafa séð hana bregða fyrir sig mismunandi tungumálum í viðtölum og farast það vel úr hendi. Sem fjölmiðlakona hefur Þóra öðlast reynslu í því að hlusta frekar en grípa frammí. Að geta hlustað, greint og sett sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar fjölmiðlakonunnar ekki síður en forsetans. Að sama skapi er mikilvægt að forsetinn sé fjölfróður, þekki til margra hluta og geti skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Auk þess að hafa verið kennari og leiðsögumaður hefur Þóra unnið fjölda frétta um fjölbreytt mál og gert vandaða heimildaþætti, m.a. um bankahrunið. Er því með sanni hægt að segja að hún sé fjölfróð og vel undirbúin að takast á við embætti forseta. Þóra leggur áherslu á að forseti Íslands sé merkisberi Íslands úti í heimi og sameiningarafl inn á við. Að hann sé fulltrúi allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem eru sammála honum. Ég styð Þóru því ég deili sýn hennar á hlutverk forseta, þ.e. að forsetinn eigi að skapa farveg fyrir þá sátt sem nauðsynleg er á Íslandi í dag.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun