Erlent

Mega framselja Assange

Julian Assange aðgerðarsinni og stofnandi Wikileaks.
Julian Assange aðgerðarsinni og stofnandi Wikileaks. mynd/AP
Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði í morgun að framselja megi Julian Assange, stofnanda WikiLeaks vefsíðunnar til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið sakaður um nauðgun. Lögfræðingar Assange höfðu haldið því fram að framsalskrafan væri ógild og að hana bæri ekki að taka til greina. Þessu var hæstiréttur ekki sammála og því lítur nú út fyrir að Assange verði framseldur. Þó gæti verið að hann reyni að fá Mannréttindadómstól Evrópu til að taka málið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×