Erlent

Dragon stefnir í átt að jörðu - Bein útsending

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Dragon tengist Alþjóðlegu geimstöðinni.
Dragon tengist Alþjóðlegu geimstöðinni. mynd/AP
Dragon-birgðahylki bandaríska fyrirtækisins SpaceX þýtur nú átt til jarðar eftir að hafa dvalið í um viku við Alþjóðlegu geimstöðina, ISS.

Hylkið, sem er mannlaust, losnaði frá geimstöðinni seint í gærkvöld og stefnir nú hraðbyr í átt að vesturströnd Bandaríkjanna.

Talið er að hylkið muni lenda í Kyrrahafinu klukkan 15:44 að íslenskum tíma.

SpaceX braut blað í sögu geimferða þegar það skaut birgðahylkinu á sporbraut um jörðu, 22. maí síðastliðinn, og varð þannig fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta eldflaug til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Hylkið flutti rúmlega hálft tonn af matvælum og öðrum birgðum í geimstöðina.

Hægt er að fylgjast með atburðarrásinni í beinni útsendingu hér fyrir neðan og hjá NASA.







Live video from your Android device on Ustream



Fleiri fréttir

Sjá meira


×