Erlent

Strauss-Kahn bendlaður við hópnauðgun í Bandaríkjunum

Franska lögreglan hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvort Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi tekið þátt í hópnauðgun í Bandaríkjunum.

Strauss-Kahn hefur þegar verið ákærður ásamt fleirum fyrir þáttöku í vændishring en saksóknarar í borginni Lille rannsaka nú atvik sem átti sér stað í Washington í desember 2010. Belgísk vændiskona fullyrðir að henni hafi verið nauðgað af Strauss-Kahn og fleiri mönnum þegar hún ferðaðist með þeim til höfuðborgar Bandaríkjanna. Hún hefur enn ekki lagt fram kæru vegna málsins.

Strauss-Kahn þvertekur hinsvegar fyrir að hafa nokkurn tíman beitt ofbeldi í garð kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×