Erlent

Mein Kampf endurútgefin

Höfundaréttur Mein Kampf fellur niður þegar 70 ár eru liðin frá dauða Hitlers.
Höfundaréttur Mein Kampf fellur niður þegar 70 ár eru liðin frá dauða Hitlers. mynd/AP
Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi undirbúa nú endurútgáfu ritverksins Mein Kampf sem Adolf Hitler skrifaði árið 1924.

Ritið er ekki bannað í Þýskalandi en Bæjaraland hefur haft útgáfurétt á verkinu frá árinu 1945 og hefur hindrað útgáfu þess hingað til.

Útgáfurétturinn mun þó renna út árið 2015 - 70 árum eftir dauða Hitlers - yfirvöld í Bæjaralandi vonast til að koma bókinni í prent fyrir það.

Mein Kampf verður endurútgefin í nokkrum mismunandi útgáfum. Þar á meðal verður sérstök kennslubókar útgáfa en í henni verða neðanmálsgreinar og athugasemdir.

Hitler skrifaði Mein Kampf (ísl. Barátta mín) árið 1924. Hann sat þá í fangelsi í Landsberg í Bæjaralandi.

Í ritinu stefnir Hitler saman sjálfsævisögumlegum frásögnum og hugmyndafræði sinni um þjóðernisjafnaðarstefnu eða nasisma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×