Erlent

Dregur úr glæpum en morðum á lögreglumönnum fjölgar mikið

Mynd/AP
Ný bandarísk skýrsla leiðir í ljós að dregið hefur úr ofbeldisglæpum í landinu síðustu ár. Hinsvegar fjölgar morðum á lögreglumönnum mikið. Skýrslan er gerð af bandarísku alríkislögreglunni og þar kemur fram að 72 lögreglumenn hafi verið drepnir við skyldustörf árið 2011, sem er 25 prósenta aukning frá árinu á undan.

Ef litið er aftur til ársins 2008 er aukningin heil 75 prósent. Skýrsluhöfundar segjast ekki vita hvað veldur þessari miklu aukningu en dánartalan í fyrra er sú hæsta í tvo áratugi, ef undan eru skildir lögreglumenn sem létust í árásunum á tvíburaturnana 2001 og í sprengjuárásinni í Oklahoma árið 1995.

Þá gerðist það í fyrsta sinn á síðasta ári að fleiri lögreglumenn féllu fyrir morðingjahendi en létust í bílslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×