Erlent

Dæla eldsneyti á flaugina

Flaugin sem um ræðir er tilbúin.
Flaugin sem um ræðir er tilbúin. Mynd/AFP
Yfirvöld í Norður Kóreu segja að byrjað sé að dæla eldsneyti á eldflaugina sem sögð er eiga að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu.

Búist er við því að flauginni verði skotið á loft í þessari viku en málið hefur valdið miklum titringi hjá nágrönnunum í Suðri og eins hjá japönskum stjórnvöldum. Óttast menn að eldflaugarskotið sé aðeins liður í því að þróa flaugar sem geti borið kjarnavopn.

Nágrannar Norður Kóreu hafa sagst ætla að skjóta flaugina niður komi hún nálægt þeirra landsvæðum og þá hafa flugfélög breytt flugleiðum sínum af ótta við flaugina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×