Heimildarmynd rannsakar lækningarmátt tónlistar 11. apríl 2012 23:37 Sem ungur maður hafði Henry gamli dálæti á tónlist. Dóttir hans segir að hann hafi oft á tíðum dansað um göturnar líkt og Gene Kelly í „Singing in the Rain." En árin liðu og eftir að hafa verið í tíu ár á hjúkrunarheimili hefur þunglyndi heltekið hann. Breytingin er því hreint út sagt ótrúleg þegar Henry fær iPod-spilara í hönd ásamt tónlist frá fimmta og sjötta áratugnum. „Um leið og hann heyrir tónlistina verður breyting á honum," sagði Dr. Oliver Sacks. Dr. Sacks er taugasérfræðingur. Síðustu ár hefur hann unnið að gerð heimildarmyndar um lækningarmátt tónlistar. Í myndinni einblínir Dr. Sacks á eldra fólk sem fallið hefur í hyldýpi elliglapa og hrörnunarsjúkdóma - rétt eins og Henry. „Andlit hans sýnir loks svipbrigði," sagði Dr. Sacks. „Augu hans opna, hann syngur og vaggar til og frá. Það er tónlistin sem framkallar þessi áhrif." Heimildarmyndin ber heitið Alive Inside. Í henni eru kenningar Dr. Sacks kynntar. Hann hefur rannsakað fyrirbærið í áraraðir og gaf út fræðiritið Musicophilia: Tales of Music and the Brain árið 2007.Á sínum yngri árum er Henry sagður hafa dansað um göturnar eins og Gene Kelly.mynd/AFPMyndbrotið sem sýnir Henry njóta tónlistarinnar hefur vakið gríðarlega athygli frá því að það birtist á vefsíðunni YouTube fyrir stuttu. Milljónir manns hafa horft á það. Í myndbandinu má sjá Henry sitja í hjólastól með höfuðið í höndum sér. Loks fær hann tónlistina í eyrun og allt breytist. Hann fer að tala og syngur jafnvel með lögunum. Henry segir að Cab Calloway sé hans maður og að „I'll be Home for Christmas" sé hans uppáhalds lag. Aðspurður um þá þýðingu sem tónlist hafi fyrir hann segir Henry: „hún fyllir mig af ást, rómantík." Hægt er að sjá myndskeiðið hér fyrir ofan. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Sem ungur maður hafði Henry gamli dálæti á tónlist. Dóttir hans segir að hann hafi oft á tíðum dansað um göturnar líkt og Gene Kelly í „Singing in the Rain." En árin liðu og eftir að hafa verið í tíu ár á hjúkrunarheimili hefur þunglyndi heltekið hann. Breytingin er því hreint út sagt ótrúleg þegar Henry fær iPod-spilara í hönd ásamt tónlist frá fimmta og sjötta áratugnum. „Um leið og hann heyrir tónlistina verður breyting á honum," sagði Dr. Oliver Sacks. Dr. Sacks er taugasérfræðingur. Síðustu ár hefur hann unnið að gerð heimildarmyndar um lækningarmátt tónlistar. Í myndinni einblínir Dr. Sacks á eldra fólk sem fallið hefur í hyldýpi elliglapa og hrörnunarsjúkdóma - rétt eins og Henry. „Andlit hans sýnir loks svipbrigði," sagði Dr. Sacks. „Augu hans opna, hann syngur og vaggar til og frá. Það er tónlistin sem framkallar þessi áhrif." Heimildarmyndin ber heitið Alive Inside. Í henni eru kenningar Dr. Sacks kynntar. Hann hefur rannsakað fyrirbærið í áraraðir og gaf út fræðiritið Musicophilia: Tales of Music and the Brain árið 2007.Á sínum yngri árum er Henry sagður hafa dansað um göturnar eins og Gene Kelly.mynd/AFPMyndbrotið sem sýnir Henry njóta tónlistarinnar hefur vakið gríðarlega athygli frá því að það birtist á vefsíðunni YouTube fyrir stuttu. Milljónir manns hafa horft á það. Í myndbandinu má sjá Henry sitja í hjólastól með höfuðið í höndum sér. Loks fær hann tónlistina í eyrun og allt breytist. Hann fer að tala og syngur jafnvel með lögunum. Henry segir að Cab Calloway sé hans maður og að „I'll be Home for Christmas" sé hans uppáhalds lag. Aðspurður um þá þýðingu sem tónlist hafi fyrir hann segir Henry: „hún fyllir mig af ást, rómantík." Hægt er að sjá myndskeiðið hér fyrir ofan.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira