Með sömu greindarvísitölu og Albert Einstein 12. apríl 2012 22:30 Heidi Hankins er líkleg til stórræða á næstu árum. mynd/ABC Fjögurra ára gömul stúlka í Bretlandi hefur fengið inngöngu í Mensa en það er alþjóðlegur hópur fólks með háa greind. Stúlkan er með álíka háa greindarvísitölu og Albert Einstein. Það voru leikskólakennarar Heidi litlu Hankins sem upphaflega tóku eftir afburða greind hennar. Stuttu seinna var Heidi látin taka greindarpróf - niðurstaðan þótti ótrúleg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo ungur einstaklingur fær inngöngu í Mensa-samtökin. Fyrir nokkrum árum var tveggja ára gömlum pilti boðið í samtökin. En tilfelli Heidi litlu þykir afar sérstakt. Gáfnastuðull Heidi var 159. Meðalgreind venjulegs einstaklings er 100 - þeir sem skríða yfir 130 eru sagðir vera afburðagreindir. Greindarvísitala Heidi er því áþekk þeirri sem eðlisfræðingarnir Stephen Hawking og Albert Einstein greindust með á sínum tíma. Gáfnastuðull þeirra var 160. Heidi hefur ekki enn hafið skólagöngu sína. Samt sem áður þekkir hún grundvallarlögmál stærðfræðinnar og er nokkuð sleip í ritun. Þá er hún einnig efnilegur listmálari.Albert Einstein var með eina hæstu greindarvísitölu sem vitað er um.mynd/APHún var aðeins tveggja ára gömul þegar hún var byrjuð að lesa bækur fyrir eldri börn. Matthew Hants, faðir Heidi, segir að dóttir sín hafi ávallt verið afburða snjöll. „Það var lesturinn sem vakti athygli okkar," sagði Matthew. „Hún fór í gegnum heila bók á 30 mínútum - ekki beint það sem maður býst við af tveggja ára gömlu barni." Að sögn Matthews er Heidi fullkomlega eðlileg stúlka, þrátt fyrir gáfur sínar. „Um daginn var kartöflumús og fiskur í kvöldmatinn," sagði Matthew. „Frekar óspennandi kvöldverður. Heidi sat við borðið og sagði kaldhæðnislega: „En tilkomumikið."" „Það leikur allavega enginn vafi á því að Heidi hefur kímnigáfu," sagði Matthew. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Fjögurra ára gömul stúlka í Bretlandi hefur fengið inngöngu í Mensa en það er alþjóðlegur hópur fólks með háa greind. Stúlkan er með álíka háa greindarvísitölu og Albert Einstein. Það voru leikskólakennarar Heidi litlu Hankins sem upphaflega tóku eftir afburða greind hennar. Stuttu seinna var Heidi látin taka greindarpróf - niðurstaðan þótti ótrúleg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo ungur einstaklingur fær inngöngu í Mensa-samtökin. Fyrir nokkrum árum var tveggja ára gömlum pilti boðið í samtökin. En tilfelli Heidi litlu þykir afar sérstakt. Gáfnastuðull Heidi var 159. Meðalgreind venjulegs einstaklings er 100 - þeir sem skríða yfir 130 eru sagðir vera afburðagreindir. Greindarvísitala Heidi er því áþekk þeirri sem eðlisfræðingarnir Stephen Hawking og Albert Einstein greindust með á sínum tíma. Gáfnastuðull þeirra var 160. Heidi hefur ekki enn hafið skólagöngu sína. Samt sem áður þekkir hún grundvallarlögmál stærðfræðinnar og er nokkuð sleip í ritun. Þá er hún einnig efnilegur listmálari.Albert Einstein var með eina hæstu greindarvísitölu sem vitað er um.mynd/APHún var aðeins tveggja ára gömul þegar hún var byrjuð að lesa bækur fyrir eldri börn. Matthew Hants, faðir Heidi, segir að dóttir sín hafi ávallt verið afburða snjöll. „Það var lesturinn sem vakti athygli okkar," sagði Matthew. „Hún fór í gegnum heila bók á 30 mínútum - ekki beint það sem maður býst við af tveggja ára gömlu barni." Að sögn Matthews er Heidi fullkomlega eðlileg stúlka, þrátt fyrir gáfur sínar. „Um daginn var kartöflumús og fiskur í kvöldmatinn," sagði Matthew. „Frekar óspennandi kvöldverður. Heidi sat við borðið og sagði kaldhæðnislega: „En tilkomumikið."" „Það leikur allavega enginn vafi á því að Heidi hefur kímnigáfu," sagði Matthew.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira