Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í kvöld upp eldflaug, sem þeir segja að eigi að koma veður-gervihnetti á sporbaug um jörðu. Eldflauginni var skotið upp fyrir um klukkutíma síðan, að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu.
Þau, ásamt Bandaríkjamönnum, telja að Norður-Kóreumenn hafi skotið eldflauginni upp í tilraunaskyni til að athuga hvort hún gætið borið kjarnorkuvopn. Fyrir nokkrum dögum sögðust Norður-Kóreu menn ætla að skjóta eldflauginni upp en leiðtogar í nágrannaríkjum og á Vesturlöndum mótmæltu því harðlega og báðu þá vinsamlegast um að hætta við það.
Á það var ekki hlustað, því eldflaugin fór á loft fyrr í kvöld en yfirvöld í Norður-Kóreu segja að engin hætta sé á ferðum, þetta sé gert í friðarlegum tilgangi.
Fyrstu fréttir af skotinu eru óljósar. Sumir segja að skotið hafi mistekist og hluti af eldflauginni hafi lent í sjónum. Það hefur þó ekki fengið staðfest.
Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá yfirvöldum í Suður-Kóreu út af málinu.
